Sumarið 2018 gerðist sá fáheyrði atburður í Kollsvík að þar reis upp nýr bústaður, þegar Agnes Ingvarsdóttir og Guðbjartur Össurarson settu þar niður Litla-Núp.   Líklega er liðin meira en öld síðan síðast var stofnað til nýbýlis í Kollsvík, en kringum aldamótin 1900 spruttu upp nokkrar hjáleigur. 

Litli-Núpur er all veglegt hús sem flutt er tilbúið til landsins og á vörubílspalli í Kollsvík.  Sá flutningur gekk vel í alla staði og var húsið híft á sinn stað uppi undir Hjöllum; við hlið Pallagarðs og stutt frá gamla bæjarhólnum að Láganúpi.  Guðbjartur er uppalinn á Láganúpi en þau Agnes búa á Hornafirði þar sem þau reka bókhaldsstofu.  Er húseigendum óskað til hamingju með sinn bústað.

Leita