Skrá yfir vötn og tjarnir í Kollsvík og nágrenni.  Lýst m.a. staðsetningu þeirra; stærð og lífríki.

Tekið saman af Valdimar Össurarsyni frá Láganúpi, samkvæmt heimildum í örnefnaskrám og fleiru.

Vatnadalur (90).  Mikill dalur milli Kollsvíkur og Breiðs.  Nær frá Kóngshæð til sjávar í Vatnadalsbót, eða meira en 6 km vegalengd.  Í honum eru nokkur vötn; stærst þeirra Stóravatn og Litlavatn, og eftir honum endilöngum rennur Vatnadalsá, sem þó er oft þurr.  Í Vatnadal er góð sauðfjárbeit, og þar er skjólsælt.  Neðst eru grösugir vatnadalur koHúsabakkar og Flatir, upp að aurlendi í Strympuormi og Breiðsholti, en einnig heiman Litlavatns.  Fram allan dalinn eru síðan grastóar; lyngi- og mosavaxnar lautir og mildur hlíðarslakki til norðurs; meðan Breiðurinn gnæfir að sunnanverðu með lítt slitnu hamrabelti og bröttum grjótskriðum.  Fremst í dalbotninum er lágvaxið kjarr af víði og fjalldrapa í Víðilækjunum.  Eflaust hefur það gróðurfar náð lengra niður um dalinn fyrr á tíð; fram á Hnífa og jafnvel niður um Kollsvíkina.  Löng búseta og útgerð í Kollsvíkinni hefur gengið nærri þessu gróðurfari sem, ásamt rekaviði, taði, þara og mó, hefur verið lífgjafi íbúanna gegnum aldirnar. 

 

Litlavatn (91).  Neðsta vatnið í Vatnadal; ofan Breiðsholts; milli Breiðs og Orma.  Litlavatn er um 300m langt og 240m breitt og dýpi er mest rúmir 2m.  Mikið er þar af hornsíli.  Gerð var tilraun með að sleppa þar bleikju eftir 1970 og lifði hún þar nokkur ár og dafnaði vel.  Hún fjölgaði sér þó ekki og dó að lokum út.  Álft og himbrimi hafa iðulega orpið í tanganum við vatnið.  Um miðja 20. öld var grjót dregið á ís út á vatnið og þar gerður varphólmi, sem þó gegndi aldrei því hlutverki.  Lagnaðarís hefur síðan séð um að má hann út.  Í grónum hvammi heiman við vatnið gerði Páll Guðbjartsson tilraun með trjárækt eftir miðja 20. öld.  Þar í greri vel í lækjum og skjóli, en fé komst í girðinguna og batt enda á þá tilraun.  Víða er gott berjaland utan við Litlavatn. 

ormatjorn

Ormatjarnir Heimri- og Ytri (93 og 94).  Tvær litlar tjarnir fremst á Ormum; rétt framan við hestaveginn til Breiðuvíkur; heiman við Pálslaut.  Ytri tjörnin þornar iðulega í þurrkum, en vatn helst jafnan í þeirri heimari.

 

Langisjór (86).  Tjörn ofanvert á Strympum, löng, mjó, grunn og vaxin broki (stör).  langisjor strympurStutt neðan hestavegarins til Breiðuvíkur.  „Ef heyskapur gekk vel var farið í útslægjur sem kallað var.  Var þá slegið út við Litlavatn og brok við Startjarnir og Langasjó.  einnig töðuteigar í Kollsvíkurtó í Vatnadal.  Síðast var farið í útslægju um 1940.  Fyrir kom að slegið var úti í Breið eða inni á Hlíðum.  Þetta var harðsótt og hættuleg heyöflun, en menn lögðu ýmislegt á sig til að eiga nóg fóður fyrir skepnur sínar“  (ÖG; Niðjatal Hildar og Guðbjartar á Láganúpi).

Sandslág (95).  Allmikil lægð sunnan Axlarhjalla en heiman Vatnadals; austan Orma og Flata en vestan Litlafells.  Í lægðinni er Sandslágarvatn og heim úr henni heitir Sandslágarkjaftur.

sandslagSandslágarvatn (96).  Vatn í Sandslág; um 100m langt og 70m breitt, líklega um 2m að dýpt þar sem mest er.  Í því eru hornsíli.  Tilraun til að sleppa í það silungi báru ekki árangur.  Vinsælt var hjá börnum að fara út að Sandslágarvatni til að sigla litlum bátum.  „Í laut vestan við Litlafellið er Sandslágarvatn.  Það er ekki stórt en það var eitt uppáhalds leiksvæði stráka í Kollsvík með báta og skútur; láta skipin sigla beitivind eða lensa með fast stýri yfir vatnið.  Stundum var heppnin með, bátum hvolfdi og farmur losnaði og þá flaut skipið upp og rak að landi.  Oft var gerð varúðarráðstöfun ef það brygðist.  Þá voru sett upp mið sem hægt var að átta sig á hvar skipið lægi.  Þá var að bíða þess að glær ís kæmi á vatnið:  Ef heppnin var með var hægt að krækja skipið upp“  (IG; Sagt til vegar).  

Gormur (107).  Lítil tjörn, í krók milli Litlafells (103) og Stórafells (109).  Tjörnin er grunn, með moldarbotni og í henni vex brok.

frostg kjoavotnKjóavötn (108).  Tvö stöðuvötn; sunnan Litlafells en vestan Stórafells.  Vestara vatnið stendur lægra og er mun stærra, eða 160m langt og um 60m breitt.  Minna vatnið stendur ofar og er mun minna; um 40m á mestu lengd og breidd.  Í því vex töluvert af broki, sem áðurfyrri var slegið.  Þriðja vatnið er þarna reyndar einnig; nær Litlafelli, en það er yfirleitt þurrt nema í leysingum; einungis djúp skál í gróna grasflötina.

smavotn koSmávötn (110).  Klasi lítilla tjarna í Vatnadal; milli Litlavatns og Stóravatns; framan Vörðubrekku.  Oftast eru þessar tjarnir þurrar, t.d. í þurrkatíð á sumrum, en í leysingum fyllast þær af rennsli Vatnadalsár. 

 

 

Stóravatn (112).  Stærsta vatnið í Vatnadal; fyrir framan Smávötn og Stórahnjót.  Um storavatn svanir550m langt og 230m breitt; mesta dýpt ca 4m.  Neðantil í því ganga fram tangar og í mikilli þurrkatíð lækkar svo í því að þar verður sérstakur pollur.  Í Stóravatn var sleppt Þingvallableikju líkl. eftir 1970 og dafnaði hún þar mjög vel í mörg ár.  Hún var lítllega veidd í net og var þá stundum svo sílspikuð að fellingar voru í hnakkanum, líkt og á vænum hrút.  En silungurinn virtist ekki fjölga sér, auk þess sem eitthvað tapaðist niður ána í leysingum, og að lokum hætti hann að veiðast.“Við settum einu sinni nokkur hundruð seyði af bleykju í vatnið.  Hún óx mjög vel en klak virtist ekki takast.  Aldrei tók hún þó á stöng, en síðustu fiskarnir sem við veiddum í net voru 9,5 pund, þá 8 ára“    (IG; Sagt til vegar).  Mikið er af hornsílum í Stóravatni, líkt og öðrum stöðuvötnum í Láganúpslandi.

startj vidilaekirStartjarnir (117).  Nokkrar litlar tjarnir á Startjarnareyrum; fremst í Vatnadal.  Allar eru frekar grunnar og sumar þorna upp í þurrkum, en ekki allar.  Þarna er mikið af broki sem stundum var slegið áðurfyrri.  Í Startjörnum hefur stundum verið töluvert varp hettumáfs.  „Ef heyskapur gekk vel var farið í útslægjur sem kallað var.  Var þá slegið út við Litlavatn og brok við Startjarnir og Langasjó.  einnig töðuteigar í Kollsvíkurtó í Vatnadal.  Síðast var farið í útslægju um 1940.  Fyrir kom að slegið var úti í Breið eða inni á Hlíðum.  Þetta var harðsótt og hættuleg heyöflun, en menn lögðu ýmislegt á sig til að eiga nóg fóður fyrir skepnur sínar“  (ÖG; Niðjatal Hildar og Guðbjartar á Láganúpi).

breidur breidsvatnBreiðsvatn (13l).  Stöðuvatn uppi á Breið; nokkru ofan við Grenjalág en í Láganúpslandi; í 200 metra hæð.  Það er mest 260m langt og 140m breitt.  Þarna virðist vera uppspretta á fjallinu, því Breiðsvatn þornar aldrei upp.