Nú í júní 2023 sást sportittlingur í Kollsvík í fyrsta sinn, að því að best er vitað. Þrír fuglar; líklega allt karlfuglar, sáust á Svarðarholtinu, nálægt Ánni. Sportittlingur; Calcarius lapponicus, telst til fargesta hér en varpstöðvar hans eru m.a. á Grænlandi. Varp hefur reyndar verið staðfest á Látrabjargi sumurin 2007 og 2009 og vel má vera að hann verpi einnig í Kollsvík. Hefur sést víða um land. Fuglinn líkist snjótittlingi í stærð og háttum. Karlfuglinn er skrautlegur á vorin, með dökkt höfuð, ljósa bringu, rauðleitan hnakka og gult nef. Kvenfuglinn er brúnni, en með hvítt kögur á fjöðrum.
-VÖ-