Byggða- og atvinnusaga Kollsvíkur er löng og fjölbreytt, og samofin annarri byggð á svæðinu. Auk landbúnaðar var Kollsvík um aldir ein stærsta verstöð Vestfjarða. Útver hefur líklega verið í Láganúpslandi frá upphafi skreiðarsölu framyfir 1700, en fyrir 1900 hófst aftur mikil útgerð í Kollsvíkurveri. Fjölmennt hefur því verið í Kollsvík fyrrum. Auk atvinnuhátta og ábúenda er hér að finna sögur af útræði; sjóslysaannál; umfjöllun um hið blómlega félagsstarf í Kollsvík og Rauðasandshreppi og ýmislegt um siði, þjóðtrú o.fl.