Hér er brugðið ljósi á fjölbreytt mannlíf sem blómstrað hefur í Kollsvík og Rauðasandshreppi. Leitað er í smiðju margra höfunda, en flest efni hefur birst við önnur tækifæri. Margt ber á góma; allt frá æskuminningum til svaðilferða í bjarg; frá ættjarðarljóðum til gamanmála. Að ógleymdum ættarhöfðingja Kollsvíkurættar; sjálfum monsjör Einari Jónssyni í Kollsvík, sem var merkur frumkvöðull og kunni ýmislegt fyrir sér.