Hér er sagt frá minjum í Kollsvík, sem margar eru merkari en almennt er þekkt. Því hefur t.d. ekki mjög verið haldið á lofti að í Kollsvík er að finna elsta húsið í atvinnusögu landsins sem haldið hefur þaki og hlutverki fram á þennan dag; Hesthúsið á Hólum sem hér er sagt frá. Kollsvíkin á sér einnig sinn "Kínamúr"; hina merku Garða á Grundabökkum. Hér er einnig hlekkur á vefsíðu um hina sérstæðu listakonu Sigríði Guðbjartsdóttur á Láganúpi, sem þróaði og stundaði málun á steinhellur ásamt fleiru. Þá er hér skýrsla Minjastofnunar um Láganúpsver.