Staða orðasafnins 21.10.2018:

Yfir 49.000 orð og orðasambönd samtals; þar af yfir 4.800 orð sem ekki virðast eiga fordæmi í ritmálssafni Orðabókar HÍ; og að auki fjölmörg sjaldgæf orð sem eiga fá fordæmi í ritmálssafni Orðabókar HÍ

Ekki hefur enn verið gerður samanburður við talmálssafn OHÍ    -    Orðaskrá þessi er enn í vinnslu.

 

Heimildir

Orð og orðtök  eru jöfnum höndum fengin úr reynslu og upplifun skrásetjara og úr tiltækum rituðum heimildum.  Leitast hefur verið við að vitna í það fólk sem bjó á svæðinu og/eða tamdi sér málfar þar.  Ýmis fróðleikur kemur frá þeim, en einnig öðrum heimildum.  Getið er heimilda þar sem tilvitnanir eru orðréttar.  Aðrar setningar eru skáldaðar af skrásetjara.

 

Rit og aðrar heimildir:

Að hugsa til sín tófuna.  Frás. Ásgeirs Erlendssonar; Þórleifur Bj. ritaði: lesb. Þjóðv. 1968

Að vaka og vinna.  Ýmislegt af Hænuvíkurhjónunum Ólafíu Magnúsdótur og Sigurbirni Guðjónssyni. Útg 2015.

Atli; eður ráðagjörðir yngismanns um búnað sinn.  Séra Björn Halldórsson ritaði 1780; útg 1983.

Ágrip af æviferli Ólafs Tómasar Guðbjartssonar, skráð af honum sjálfum.  Kolvíg útgáfa 2010.

Árbækur Barðastrandasýslu: Ýmsir höfundar.

Ársrit Sögufélags Ísfirðinga.  9.árg. 1964; Ævisaga Hallbjörns Oddssonar.

Barðstrendingabók. Ritstj. Kristján Jónsson:  Ýmsir höfundar.  Útg. 1942.

Bónorðsförin.  Kvæði ort af ÖG og DÓ vegna þorrablóts í Fagrahvammi um 1970.

Brimlending í Kollsvík.  Grein Þórðar Jónssonar í Sjómannablaðinu Víkingi 1957.

Einn á báti og illhvelið nærri.  Höfundur Valdimar Össurarson (eldri).  Útg. 1955.

Fiskiróður.  Össur Guðbjartsson, Láganúpi.  Handrit.

Fjallskilareglugerð V-Barðastrandasýslu 1982.

Fjaran.  Hilmar Össurarson; lýsing fjörunnar í Láganúps- og Kollsvíkurlandi; handrit 2016.

Forðagæslubækur Rauðasands1919-1958.

Fólkið, landið og sjórinn.  Ritstjóri Birgir Þórisson.  Útg; Útgáfufél. Búnaðarsamb. Vestfjarða 2011.

Frá Rauðasandi til Rússíá.  Höfundur Kristinn Guðmundsson frá Króki. Útg. 1974.

Frá ystu nesjum.  Sagnasafn Gils Guðmundssonar; 2. útg. 1980.

Frásagnir af Einari Jónssyni í Kollsvík.  Heimildarmenn Helga Einarsdóttir; Guðm. Jónsson og Trausti Ólafsson.

Frostgígar og myndun þeirra.  Höfundur/kenningasmiður Valdimar Össurarson frá Kollsvík; birt 2015.

Gerðabækur og sjóðbækur Rauðasandshrepps.

Glefsur og minningabrot úr fórum Össurar Guðbjartssonar á Láganúpi.  Handrit, skrifað 1980-1999.

Grasnytjar.  Höfundur séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal; Ritað 1781; Útg; 1983.

Guðshús í Barðastrandasýslu.  Höfundur Lýður B. Björnsson.  Samantekt á interenetinu. 

Harðsótt heimferð í jólafrí (1944).  Össur Guðbjartsson. Handrit.

Hákarlaskip í Rauðasandshreppi.  Egill Ólafsson tók saman.  Birt á vef MEÓH.

Hálfdrættingur í Kollsvíkurveri.  Frásögn Guðm. Jóns Hákonarsonar; EÓ tók upp; Árb Barð 2004.

Í Kollsvíkurveri.  Þórleifur Bjarnason ritaði.  Blaðagrein í lesbók Þjóðviljans 1968.

Ísland.  Kvæði eftir Valdimar Össurarson eldri frá Kollsvík.  Líklega um 1930.

Íslenskir þjóðhættir; Jónas Jónasson frá Hrafnagili; 4.útg; Opna 2010.

Íslenskir sjávarhættir.  Safnað af Kristjáni Lúðvíkssyni.  Útg. 1980-1986

Íslenskt orðtakasafn.  Halldór Halldórsson prófessor ritaði. Útg. 1980

Jarðfræði; saga bergs og lands.  Þorleifur Einarsson.  Útg 1968.

Jarðamatsbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín.  Útg. 1983

Jóna Valgerður Jónsdóttir; nokkrir æviþættir; óbirt handrit Jónínu Hafsteinsdóttur.

Jónsbók; lögbók Íslendinga.  Rituð á 13. öld.

Kollsvíkurmót 2002.  Óútgefin minningarbrot Guðbjartar Össurarsonar.

Kollsvíkurver.  Frás. Guðbjartar Guðbjartssonar.  Egill Ólafsson t. saman.  Birt á vef MEÓH.

Kollsvíkurver.  Kristján Júlíus Kristjánsson.  Ritgerð Kristjáns Friðgeirssonar um 1970.

Kollsvíkurætt.  Skrásett af Trausta Ólafssyni.  Útg. 1960.

Landamerkjabók Barðastrandasýslu.  Byggð á ýmsum heimildum og skjölum; misgömlum.

Landnámabók.  Ari fróði ritaði.  Útg. Íslendingasagnaútgáfan 1949.

Látrabjarg.  Skrásett af Magnúsi Gestssyni.  Útg. 1971.

Ljós við Látraröst.  Minningar Ásgeirs Erlendssonar.  Einar Guðmundsson skráði. Útg. 1999.

Lóðir í Kollsvíkurveri.  Guðbjartur Guðbjartsson Láganúpi.

Mannskaðinn í Kollsvík árið 1856; frásögn Sturlu Einarssonar, skráð af Össuri Guðbjartssyni

Minningargrein um Andrés Karlsson eftir Hinrik Bjarnason 1980.

Minningargrein um Andrés Karlsson eftir Össur Guðbjartsson 1980.

Niðjatal Hildar og Guðbjartar á Láganúpi. Ritst. af afkomendum.  Útg. 1989.

Orðasafn Ingvars Guðbjartssonar; safn 148 sjaldgæfra orða; e.t.v..skráð um 1970-80 (skýr;VÖ)

Róið úr Kollsvíkurveri 1914 og 1923.  Lýsing Kristjáns Ólafssonar; Árbók Barð, 2016.

Rósarímur; höfundur Jón Rafnsson; útg 1965.

Saga daganna.  Árni Björnsson.  Útg. 1980.

Sagt til vegar.  Ingvar Guðbjartsson, Kollsvík.  Handrit.

Samvinnumál Rauðasandshrepps 40 ára 1948; Ívar Lárusson; Árb.Barð 1949.

Sargon strandið; Þórður Jónsson á Látrum; Árb.Barð 1949.

Sighvatsstóð.  Össur Guðbjartsson, Láganúpi.  Handrit.

Síðasta undirbjargsferð frá Kollsvík.  Höfundur Torfi Össurarson, 1993.

Sjósókn og sjávarfang.  Jón Þ. Þór 2002.

Skinnklæðagerð.  Egill Ólafsson tók saman.  Birt á vef MEÓH.

Skipsströnd í Rauðasandshreppi.  VÖ tók saman úr samnefndri skrá EÓ og fleiri heimildum.

Skútuöldin.  Gils Guðmundsson tók saman.  Útg 1946.

Slysavarnadeildin Bræðrabandið.  Össur Guðbjartsson tók saman. Hdr um 1990.

Smiður í fjórum löndum.  Höfundur Finnur Ó. Thorlacius.  Útg. 1961.

Sonur bjargs og báru; saga Jóns Guðmundssonar frá Hvallátrum; Guðm. G. Hagalín 1968

Sóknarlýsingar Vestfjarða, útg 1952; Sauðlauksdalsprestakall; séra Gísli Ólafsson 1840

Stöðvaðir af kafbát.  Frásögn SÖ í Þjóðviljagrein 1941.

Sýslulýsingar 1744-1749. Sögufélagið bjó til prentunar. Útg 1657.

Trýnaveður; frásögn í „Því gleymi ég aldrei“; Jochum Eggertsson

Ungmennafjelög í Rauðasandshreppi; samantekt VÖe, handrit 1927, og ES, handrit. 1927

Úr verbúðum í víking.  Minningar Ólafs Guðmundssonar frá Breiðuvík

Úr vesturbyggðum Barðastrandasýslu.  MG safnaði og ritaði eftir ýmsum heimildum; Skuggsjá 1973.

Vakandi æska.  Ritgerð Einars Guðbjartssonar Láganúpi, í handriti þar.  Líklega rituð 1930-1940.

Veðmálið.  Frásögn Páls Guðbjartssonar af atburðum 1946; skrásett í febrúar 2003.

Vermannaleikir.  Pétur Jónsson tók saman.  Byggðasafn Húnvetninga og Stranda, Reykjum, 2003.

Verslunarsamtök um Rauðasandshrepp.  Grein í Vísi eftir Sigurbjörn Guðjónsson 1967.

Verstöðin Kollsvík.  Nokkrar greinar í Sunnudagsblaði Þjóðviljans 1964; viðtöl JB við Kollsvíkinga.

Vélvæðing í Rauðasandshreppi.  Samantekt Ara Ívarssonar í Árbók Barðastrandasýslu 2012.

Viðtal við Arinbjörn Guðbjartsson í Vísi 1968

Viðtal við Hilmar Össurarson í DV 2000.

Viðtal við Össur Guðbjartsson í Mbl. 1983.

Viðtal við Össur Guðbjartsson í Tímanum 1969.

Vísur úr Kollsvík, eftir Jónínu H. Jónsdóttur; handrit kringum 1990.

Vornótt og hrap í Látrabjargi.  Frás. Kristjáns J Kristjánss; Þórl. Bj. ritaði;lesb. Þjóðv. 1968

Wrecksite. eu; vefsíða um skipsströnd víðsvegar um heim

Yfirlit sjóslysa í Rauðasandshreppi eftir 1750.  Trausti Ólafssof skrásetti; Árb.Barð. 2003

Yfirlit um fuglalíf í Kollsvík,  Einar T. Guðbjartsson.  Ófullgert handrit 1938.

Þakkargrein Árna Árnasonar í Ísafold 1913.

Þjóðhættir og Þjóðtrú.  ÞT skráði eftir Sigurði Þorsteinssyni frá Brunnhól A-Skaft.

Þjóðsögur Jóns Árnasonar (Þjs JÁ)  Útg. 1862.

Þokuróður fyrir 44 árum.  Össur Guðbjartsson; grein í jólablaði Víkings, 1953.

Æskuminningar Ingvars Guðbjartssonar.  Ritað af honum á efri árum.

Örnefnaskrár Láganúps og Kollsvíkur.  Örnefnastofnun safnaði.  Útg. 1979.

Einnig 27 ritgerðir Sigríðar Guðbjartsdóttur til Þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins 1968-2012

um ýmsa þætti þjóðhátta í Kollsvík og á Rauðasandi.

 

Heimildarmenn, tilvitnanir:

AÍ    Ari Ívarsson.  Uppalinn á Melanesi á Rauðasandi; ýtustjóri og vegaverkstjóri á Patreksfirði.

AK   Andrés Karlsson.  Uppalinn á Stekkjarmel; sjómaður í Kollsvíkurveri og á Patreksfirði.

AÞ  Ari fróði Þorgilsson.  Höfundur Landnámabókar.

ÁE   Ásgeir Erlendsson.  Bóndi á Hvallátrum og ólst þar upp.  Vitavörður og grenjaskytta.

ÁH  Árni Helgason.  Uppalinn í Tröð.  Bóndi í Neðri-Tungu.  Síðast á Patreksfirði

ÁM/PV  Árni Magnússon og Páll Vídalín.  Höfundar Jarðamatsbókarinnar.

ÁÓ  Ásbjörn Ólafsson. Bóndi í Skápadal og síðar smiður á Patreksfirði.

AS  Aðalsteinn Sveinsson.  Bóndi í Breiðavík og síðan trillukarl á Patreksfirði. f.1902-d.1979.

BÍ  Bergþór Ívarsson.  Uppalinn í Kirkjuhvammi á Rauðasandi.

BH  Björn Halldórsson.  Prestur og vísindamaður í Sauðlauksdal1749-1768.

BS  Bergsveinn Skúlason.  Bóndi og fræðimaður í Breiðafirði.

BÞ  Birgir Þórisson.  Sagnfræðingur; ólst upp á Hvalskeri.

BÞv Búi Þorvaldsson.  Uppalinn í Sauðlauksdal.

DE   Daníel Eggertsson.  Bóndi á Hvallátrum og ólst þar upp.  Mikill bjargmaður m.m.

DÓ  Dagbjörg Ólafsdóttir.  Húsfreyja í Hænuvík og ólst þar upp. F 1924.

EG   Einar Guðbjartsson.  Uppalinn í Kollsvík og var þar um tíma.  Bjó síðast í Borgarnesi.

EÓ  Egill Ólafsson.  Bóndi á Hnjóti og ólst þar upp.  Minjasafnari og fræðimaður.

ES  Eyjólfur Sveinsson.  Bóndi á Lambavatni og uppalinn þar.  Barnakennari.

FG  Fríða Guðbjartsdóttir frá Láganúpi, síðar húsfreyja í Kvígindisdal.

GAMG  Guðrún A.M. Guðbjartsdóttir frá Láganúpi, síðar húsfreyja í Reykjavík.

GG   Guðbjartur Guðbjartsson (1879-1970).  Bóndi og sjómaður á Láganúpi og uppalinn þar.  Notaði það málfar og þann framburð sem lengi hafði tíðkast, og var manna gleggstur á fé, veður, sjólag o.fl.

GGr  Guðrún Grímsdóttir.  Uppalin á Grundum.  Húsfreyja í Borgarnesi og víðar.

GJ    Guðmundur Jónsson.  Sonarsonur Einars Jónssonar í Kollsvík, síðar í Tungu.

GJH  Guðmundur Jón Hákonarson.  Bóndi og kaupfélagsstj. á Hnjóti; reri um tíma í Kollsvíkurveri og víðar.

GiG  Gils Guðmundsson.  Rihöfundur og alþingismaður 1914-2005

GíÓl Séra Gísli Ólafsson, prestur í Sauðlauksdal 1820-1852

GÖ   Guðbjartur Össurarson. Uppalinn á Láganúpi; býr nú á Hornafirði.

GnÖ  Gunnar Össurarson.  Uppalinn á Láganúpi og í Dýrafirði.  Búsettur víða.

HB  Hinrik Bjarnason.  Kennari og fjölmiðlamaður.

HE  Hafliði Eyjólfsson. Bóndi og formaður í Svefneyjum.

HeE Helga Einarsdóttir.  Fósturdóttir Einars Jónssonar í Kollsvík, síðar í Vatnsdal.

HFG Henríetta Fríða Guðbjartsdóttir.  Uppalin á Láganúpi; húsfreyja í Kvígindisdal.

HH  Halldór Halldórsson prófessor í Íslenskum málvísindum.

HlH Hafliði Halldórsson, bóndi í Keflavík, á Hvallátrum og síðast smiður á Patreksf. f.1899-d.1987

HK  Halldóra Kristjánsdóttir.  Uppalin á Grundum; húsfreyja á Lambavatni og síðast Patrf.

HM  Hildur Magnúsdóttir.  Húsmóðir á Láganúpi og eiginkona GG. 

HO  Hallbjörn Eðvarð Oddsson.  Bóndi á Bakka Tálknafirði; reri í Láturdal 1901.

HÖ  Hilmar Össurarson.  Uppalinn á Láganúpi; bóndi í Kollsvík; býr nú í Garðabæ.

IG   Ingvar Guðbjartsson.  Bóndi í Kollsvík, uppalinn á Láganúpi.  Bjó síðast í Reykjavík.  Safnaði fágætum orðum.

IN   Ingivaldur Nikulásson.  Skútuskipstjóri á Bíldudal og víðar.

ÍH   Ívar Halldórsson.  Bóndi á Melanesi f 1909- d.1970

ÍÍ     Ívar Ívarsson.  Bóndi í Kirkjuhvammi og ólst þar upp.  Kaupfélagsstjóri o.fl.

ÍL   Ívar Lárusson  (vantar uppl).

JÁ  Jón Árnason, fræðimaður, safnvörður og þjóðsagnasafnari f. 1819- d.1888.

JB  Jón Bjarnason, blm og ritstj. Sunnudagsblaðs Þjóðviljans; skráði viðtöl við Kollsvíkinga 1964

JE   Jochum Eggertsson.  Skáld og bóndi.  Reri í Láturdal 2 vertíðir í upphafi 20.aldar.

JG   Jón Guðjónsson. Uppalinn í Breiðuvík.  Skútuskipstjóri á Patreksfirði.

JHJ  Jónína H. Jónsdóttir.  Uppalin í Kollsvík en bjó lengst af á Patreksfirði; listakona og skáld;  f.1925-d.2008.

JJ    Jónas Jónasson frá Hrafnagili í Eyjafirði(1856-1918); safnaði þjóðháttalýsingum sem sumar eiga við í Kollsvík

JR   Jón Rafnsson kommúnisti og skáld (1899-1980).  Orti Rósarímur um Rósinkrans Ívarsson frá Kirkjuhvammi.

JT   Jón Torfason.  Bóndi í Kollsvík og formaður.  Síðast á Patreksfirði.

JVJ Jóna Valgerður Jónsdóttir (1878-1961).  Fæddist og ólst upp á Hnjóti.  Móðursystir HM.

JÞÞ Jón Þ. Þór.  Sagnfræðingur og kennari.  Hefur stundað rannsóknir og ritsmíðar, m.a. varðandi útgerð fyrr á öldum.

KJK  Kristján Júlíus Kristjánsson. Uppalinn á Grundum; formaður í Kollsvíkurveri; bóndi og barnakennari í Efri-Tungu.

KÓ  Kristján Ólafsson.  Reri sem hálfdrættingur 1914 í Kollsv.veri hjá Þorgrími Ólafssyni, og á eigin bát 1923-25. 

LK  Lúðvík Kristjánsson.  Fræðimaður og rithöfundur.

MG Magnús Gestsson.  Ættaður úr Dölum en kenndi lengi í Rhr.  Fræðimaður og rithöfundur.

MG  Magnús Halldórsson Guðbjartssonar frá Láganúpi.  Ólst upp í Kollsvík á sumrum.

MT  María Torfadóttir. Uppalin í Kollsvík.  Húsmóðir í Breiðuvík.

ÓETh  Ólafur E. Thoroddsen.  Bóndi í Vatnsdal; skipstjóri og skipstjórnarkennari.

ÓG  Ólafur Guðmundsson.  Uppalinn í Breiðuvík en hefur búið erlendis og í Reykjavík.

ÓHE Ólafur H Einarsson 1891-1936.  Bóndi í Stekkadal á Rauðasandi; forðagæslumaður o.fl.

ÓM  Ólafur Magnússon.  Bóndi á Hnjóti og uppalinn þar.  F. 1900 - d.1996.

ÓlÓ Ólafía Ólafsdóttir.  Fædd í Kollsvík 1906, flutti að Vesturbotni 1914, síðar húsfreyja á Patreksfirði.

ÓS  Óttar Sveinsson.  Höfundur bókarinnar Útkall við Látrabjarg.

ÓTG Ólafur Tómas Guðbjartsson. Uppalinn í Kollsvík um miðja 19. öld og bjó lengi þar.

MG  Magnús Gestsson.  Kennari í Rauðasandshreppi 1960-1970, ættaður úr Dölum.

PG   Páll Guðbjartsson.  Uppalinn á Láganúpi, síðar m.a. forstjóri í Borgarnesi.

PJ    Pétur Jónsson frá Stökkum.  Bóndi þar; fræðimaður og rithöfundur.

RÍ    Rósinkrans Ívarsson.  Uppalinn í Kirkjuhvammi.  Fræðimaður um sögu.

SE   Sigurvin Einarsson.  F. í Stakkadal 1899; bóndi í Saurbæ og alþingismaður.

StE  Sturla Einarsson.  F. 1830- d. 1922; af Kollsvíkurætt; bóndi og smiður á Brekkuvelli.

SG   Sigríður Guðbjartsdóttir.  Uppalinn á Lambavatni; húsfreyja á Láganúpi, eiginkona ÖG.  Hefur haldið til haga mörgum sérstæðum orðum sem voru altöluð áður en fáheyrð nú,og ritað um þjóððhætti.

SbG Sigurbjörn Guðjónsson.  Bóndi í Hænuvík 1923-1956. 

ÓS   Ólafur Sveinsson.  Bóndi að Lambavatni; f. 1882-d. 1969.

ST   Sigríður Traustadóttir.  Húsmóðir í Breiðuvík.

SÖ  Sigurvin Össurarson.  Uppalinn á Láganúpi að hluta; síðar í Dýrafirði, en bjó í Reykjavík.

TÓ  Trausti Ólafsson.  Jarðeðlisfræðingur, ættaður úr Kollsvík og höfundur Kollsvíkurættar.

TÖ  Torfi Össurarson.  Uppalinn í Kollsvík en flutti þaðan ungur.  Lengi bóndi á Felli í Dýrafirði.

VP  Valborg Pétursdóttir.  Húsfreyja á Hvalskeri frá 1920, d. 1975. Dóttir PJ.

VÖ  Valdimar Össurarson.  Uppalinn á Lágnúpi; bjó í Örlygshöfn og víðar; nú í Keflavík; höfundur samantektarinnar

VÖe Valdimar Össurarson eldri.  Uppalinn á Láganúpi, síðar kennari víða um land.

ÞE   Þorleifur Einarsson.  Jarðfræðingur; doktor í jarðfæði og prófessor við HÍ; f. 1931-d. 1999.

ÞJ    Þórður Jónsson.  Bóndi á Hvallátrum og þar uppalinn.  Hreppstj. og slysavarnafrömuður.

ÞÓT Þórður Ó Thorlacius (1868-1931).  Bóndi og barnakennari í Saurbæ.  Oddviti, sýslunefndarmaður og forðagæslumaður.

ÞT   Þórður Tómasson.  Fræðimaður og safnari að Skógum undir Eyjafjöllum.

ÖG   Össur Guðbjartsson 19.02.1927-30.04.1999).  Bóndi á Láganúpi og uppalinn þar.  Oddviti Rauðasandshrepps o.fl.  Af honum nam skrásetjari flest nefnd orð varðandi veður o.fl.

 

Um heimildir

Lauslega var leitað í þau rit sem hafa verið hendi næst og þá helst eftir því orðavali sem líklegt má telja að sé haft beint eftir Kollsvíkingum og nágrönnum þeirra; orðum sem notuð hafa verið um langa hríð fyrir vestan og voru einkennandi fyrir málfar þar.  Þar sem beinna tilvitnana er ekki getið er um að ræða orð sem ég hef fest mér í huga, viljandi eða ekki, úr málfari þess fólks sem ég hef verið samtíða á þessum slóðum.  Einkanlega reyni ég að rifja upp málfar föðurafa míns, Guðbjartar Guðbjartssonar, sem ég tel að hafi manna helst verið laus við utanaðkomandi málmengun og hafði auk þess skömm á henni.  Sakna ég þess nú að hafa ekki lagt mig meira eftir að halda til haga þeim málfarslegu gullkornum sem honum voru töm.  Önnur slík orðalind var málfar móðurömmu minnar, Halldóru Kristjánsdóttur sem uppalin var á Grundum; bjó lengi á Efra- Lambavatni en var á Láganúpi á fyrstu árum minnar ævi.  Til hennar má rekja mörg framansögð orð.  Foreldrar mínir eiga hér einnig drjúgan hlut að máli; Sigríður Guðbjartsdóttir og Össur Guðbjartsson.  Nokkrir aðrir einstaklingar sem ég hef umgengist voru fastheldnir á hið upprunalega málfar.  Má þar nefna Ingvar Guðbjartsson föðurbróður minn sem lengi bjó í Kollsvík; Svavar Guðbjartsson móðurbróður minn sem bjó um tíma hjá mér í Miðgarði; Gunnar Össurarson sem var uppalinn í Kollsvík og mikill málamaður, en hjá honum bjó ég um tíma að Ási.  Sömuleiðis Sigurvin bróðir hans, en hann fræddi mig um margt frá fyrri tíð.  Óli Ingvarsson á Geitagili er sá af fyrri sveitungum mínum sem var manna fastheldnastur á hið gamla málfar, þó fleiri megi nefna s.s. Ásgeir Erlendsson á Látrum og Jón Hákonarson á Hnjóti.  Jónsi var ekki einungis minnugur á orð heldur átti hann það til að móta málið sjálfur, oft á svo snilldarlegan hátt að orð og setningar urðu fleyg og sumt af því lifir enn.  Hér eru margir enn ónefndir sem í huga mínum hafa talað inn á þessa skrá; flestir þeirra látnir nú.  Þar má t.d. nefna Kristinn Ólafsson í Hænuvík, sem margt kunnið að segja í sínum fjölmörgu póstferðum; Ívar Ívarsson í Kirkjuhvammi, sem iðulega bar á bæi fótgangandi í sínu umboðsstarfi; Liða í Tungu; Bjarna í Hænuvík; Óla á Nesi; Þórð á Látrum; Árna í Tungu; Júlla og Dæju í Tungu; Marinó í Tungu; Kitta í Botni; Fríðu í Kvígindisdal og Þóri og Ástu frá Skeri.  Einnig hina burtfluttu ættingja sem iðulega komu á heimaslóðir; t.d. systkinin Guðrúnu; Einar, Pál og Halldór Guðbjartsbörn.  Eru þó enn flestir ónefndir af þeim sem báru uppi hinn mikla fjársjóð talaðs máls í Rauðasandshreppi á síðari hluta 20. aldar, áður en byggð tók að hnigna til hruns.  Ómeðvitað var þetta fólk burðarás menningar sem á djúpar, og að miklu leyti staðbundnar rætur.  Vonandi geymist með þessari samantekt örlítið sýnishorn þessarar menningar, þó ófullburða sé.                      VÖ.

Málfræðilyklar:

n nafnorð
l lýsingarorð
s sagnorð
ao atviksorð
fs forsetning
u upphrópun
kk karlkyn
kvk kvenkyn
hk hvorugkyn
fto oftast notað í fleirtölu
m.gr með greini

Leita