Ýmis fróðleikur hefur enn safnast á Kollsvíkurvefinn, auk þess sem gerðar hafa verið ýmsar breytingar til að hann verði einfaldari í sniðum og aðgengilegri þó efni og umfang hafi aukist. Nefna má þrjá stóra efniskafla sem bæst hafa við á árinu 2020:
Vættir og vé. Fyrst er að nefna samantekt sagna um vætti og helgistaði í Rauðasandshreppi, ásamt umfjöllun um kirkjur fyrr og nú og um ferðir Guðmundar biskups góða. Handrit liggur fyrir að bók um þessi efni, en hér er ýmislegt úr því birt undir nokkrum flokkum í kaflanum Mannlíf. Undirkaflar eru þessir: Álagablettir, lækningalindir og fjársjóðir; huldufólk og álfar; tröll og tröllskessur; draugar, óvættir, skrímsli og slæðingar; helguþúfur og beiðslustaðir; vigslur og staðir Guðmundar góða; útilegumenn og ræningjar; gálgasteinar; örlagastaðir; náttúrufyrirbæri; veðurboðar; vísindi og kerlingabækur.
Kollsvíkurannáll. Tekinn hefur verið saman „Kollsvíkurannáll“; tímasettar stiklur úr sögu Rauðasandshrepps. Víða er leitað heimilda; flest hefur áður birst en annað ekki. Er þetta líklega fyrsta tilraun til þannig alhliða annálsgerðar í hreppnum frá því Björn Halldórsson vann sinn Sauðlauksdalsannál á 18.öld. Kollsvík er nokkurskonar sjónarhóll annálsins og því er sumsstaðar nánar fjallað um atburði sem henni tengjast en fjarlægari byggðum. Þó er þarna stiklað á stóru um sögu Rauðasandshrepps; þar með talið Eyra fram að hreppaskiptingunni 1907. Til viðmiðunar er getið nokkurra viðburða úr Íslandssögunni.
Kollsvíkurver. Unnið hefur verið að söfnun heimilda um vermenn í Kollsvíkurveri. Fundist hafa heimildir um 138 menn (þ.á.m. 2 konur) sem fullvíst er að róið hafi í Kollsvíkurveri; flestir á uppgangstímum saltfiskverkunar 1890-1940, en aðrir fyrr eða síðar. Er það þó ekki nema lítið brot af heildinni. Að auki hefur náðst að nafngreina nokkra af vermönnum í Láturdal. Settur hefur verið upp sérstakur efnisflokkur um Verið innan Kollsvíkursíðunnar, enda er útgerð veigamikill þáttur Kollsvíkursögunnar. M.a. má þar sjá endurgerð vandaðs uppdráttar sem Gunnar Össurarson og Össur Guðbjartsson gerðu árið 1963.
Áfram verður væntanlega unnið að betrumbótum á þessari vefsíðu, sem líklega er að verða yfirgripsmesta átthagasíðan hérlendis. Vænst er a.m.k. tveggja endurbóta á árinu 2021. Önnur er útdráttur á ensku og e.t.v. fleiri tungumálum. Hin er uppfærsla á „orðasjóði Kollsvíkinga“. Stöðugt er unnið að endurbótum og handritið sem nú liggur fyrir er nær tvöfalt umfangsmeira en það sem nú er á síðunni. Er þetta viðamesta rafræna orðabókin á íslensku, að frátaldri orðabók Árnastofnunar, og líklega einstæð á heimsvísu fyrir svo afmarkað málsvæði. Allmikið er leitað í orðabókina úr ýmsum áttum, enda kemur hún fljótt upp á leitarsíðum.
rverkunar; þeim atvinnuvegi sem um aldir skapaði þjóðinni auðsæld þó misskipt væri. Gríðarleg eyðing hófst á þessum láglendu svæðum fyrir nokkrum áratugum og fer ört vaxandi. Ástæður hennar eru líklega einkum tvær: Annarsvegar offjölgun ígulkersins skollakopps, en afrán hans veldur minnkun þaraskóga sem áður drógu úr krafti brimöldu á grunnslóð. Hinsvegar hörfun ísjaðarsins, sem veldur því að vindur af norðri og vestri blæs lengur um opið haf og nær að rífa upp stærri báru. Þar við bætist ofsafengnara veðurlag sem rekja má til hlýnunar jarðar.
og ekki nema helmingur af lengdinni. Tókst að ná fram skynsamlegri lækkun hans. Verkið komst loks af stað síðla vetrar 2020 og gerði verktaki 65 metra langan varnargarð frá Garðsenda norðurundir tóft Bakkabæjarins. Enginn eftirlitsaðili var að hálfu Vegagerðarinnar, en Kári Össurarson sá um eftirlit að hálfu landeigenda. Virtist verkið takast vel, svo langt sem það náði.
Í þessum fyrsta áfanga verksins var byrjað á að fjarlægja mikinn haug neta sem sett höfðu verið í tóftina þegar grásleppuútgerð Kollsvíkinga á Gjögrum lauk. Þau veiðarfæri færðust um set, upp í tóft af kartöflugryfju ofar á Gilbarminum. Stungið var upp úr gólfi Mókofans, þar sem upp komu nokkrir forvitnilegir munir; m.a. hjólböruhjól úr hvalbeini. Vegghleðsla Guðbjartar var mjög vönduð, en eftir að veggfylling rann úr henni gekk hún til. Hún var því tekin að mestu niður en hleðslugrjót endurnýtt. Viðbót af grjóti var sótt upp á Núp, þar sem finna má ágætar námur slíks efnis. Til veggfyllingar var nýtt frostfrí möl sem var þarna við hendina, frá byggingu Láganúpshússins 1974. Tór var notaður til holufyllingar í veggjum, eins og fyrrum tíðkaðist; stutlaður eftir þörfum. Að þessu sinni var ekki byrjað á viðgerð hænsnakofans.
Lokið er fyrsta áfanga í gerð sjóvarnargarðs við Grundabakka í Láganúpsfjöru. Undanfarna áratugi hefur það æ oftar gerst, einkum á stórstraumsflæði og stórbrimi, að brimskaflar hafa flanað langt upp fyrir venjuleg fjörumörk og valdið stórtjóni á bökkunum. Þegar sjórinn skolaði sandinum undan hrundu bakkarnir í kjölfarið. Með þessu hefur orðið allnokkuð tjón á hinni fornu verstöð Láganúpsveri, sem stóð þarna á bökkunum. Í rofsárinu sáust mörg lög af hleðslum; þykk beinalög; gólfskánir og jafnvel eldstæði. Láganúpsver stóð líklega frá byrjun skreiðarsölu um 1300 og framyfir 1700. Það virðist hafa verið ein stærsta verstöðin á sunnanverðum Vestfjörðum, og segir Jarðabókin að þar hafi verið 18 verbúðir auk útgerðar heimamanna og þeirra sem lágu við í útihúsum. Má því ætla að ekki færri en 30 bátar hafi þaðan gengið, með um 100 í áhöfnum. 